Auglýsing

Steindi Jr. vann Íslandsmeistaratitilinn í Luftgítar: „Eina orðið sem er til í huga mínum núna er þakklæti“

Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslandsmeistaramótið í Luftgítar sem fór fram á Eistnaflugi í Neskaupsstað um helgina. Steindi segist þakklátur þjóðinni og að loks hafi draumur hans um að vera meistari ræst.

„Elsku vinir. Alla mína ævi hefur mig dreymt að verða meistari í einhverju, en aldrei verið manna bestur í íþróttum og aldrei kunnað á hljóðfæri. En rétt í þessu var ég að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Luftgítar og ég gæti ekki verið hamingjusamari. Mér líður eins og stórum kafla í lífi mínu hafi verið að ljúka en á sama tíma var annar að byrja. Ég elska ekkert meira en í heiminum en dóttur mína, en í gær var ég bara faðir. Í dag er ég faðir… og Íslandsmeistarinn í Luftgítar!!“ skrifar Steindi á Instagram.

Steindi mun keppa á heimsmeistaramótinu í Luftgítar í Finnlandi í ágúst þar sem hann ætlar sér heimsmeistaratitilinn.

„Eina orðið sem er til í huga mínum núna er þakklæti. Takk, elsku þjóð. Ég mun vera sómi okkar og skjöldur á heimsmeistaramótinu í Finnlandi í ágúst, og vonandi uppfæra draum minn um Íslandsmeistaratitil upp í heimsmeistaratitil! Rock on!“

View this post on Instagram

Elsku vinir. Alla mína ævi hefur mig dreymt að verða meistari í einhverju, en aldrei verið manna bestur í íþróttum og aldrei kunnað á hljóðfæri. En rétt í þessu var ég að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Luftgítar og ég gæti ekki verið hamingjusamari. Mér líður eins og stórum kafla í lífi mínu hafi verið að ljúka en á sama tíma var annar að byrja. Ég elska ekkert meira en í heiminum en dóttur mína, en í gær var ég bara faðir. Í dag er ég faðir… og Íslandsmeistarinn í Luftgítar!! Eina orðið sem er til í huga mínum núna er þakklæti. Takk, elsku þjóð. Ég mun vera sómi okkar og skjöldur á heimsmeistaramótinu í Finnlandi í ágúst, og vonandi uppfæra draum minn um Íslandsmeistaratitil upp í heimsmeistaratitil! Rock on! ? #airguitar #bucketlist #nationalchampion #worldchampion

A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing