Tökum á nýjum grínþætti Steinda Jr. hefjast í september. Þættirnir heita Hreinn Skjöldur og Steindi skrifar þá ásamt leikstjóranum Ágústi Bent og Magnúsi Leifssyni, sem á meðal annars heiðurinn af myndböndin við lögin Glow með Retro Stefsson og Tarantúlur með Úlfi úlfi.
Beðið er eftir þættinum með mikilli eftirvæntingu en síðasta þáttaröð Steinda var sýnd fyrir tveimur árum. Steindi leikur Hrein Skjöld í nýju þáttunum en þungavigtargrínistarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Saga Garðarsdóttir fara einnig með aðalhlutverk í þáttunum.