Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon nýr forseti Alþingis, stýrði sjálfur kosningunni

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, aldursforseti á Alþingi sem sett var í dag stýrði þingfundi sem hófst kl. 19.

Þriðja atriði á dagskrá þingsins var að kjósa forseta Alþingis. Las Steingrímur upp sitt eigið nafn og bað þingmenn að ganga til atkvæða.

Sjá einnig: Yngsti þingmaðurinn ömmu sína með á þingsetninguna: „Hún er afskaplega spennt“

Nafn Steingríms var það eina sem lagt var til.

60 þingmenn kusu Steingrím, tveir þingmenn voru fjarverandi og einn greiddi ekki atkvæði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing