Verð á belgíska bjórnum Stella Artois hefur hækkað á nýjan leik. Um síðustu mánaðarmót hækkaði verðið á 33 cl flöskum um rúmlega 59 prósent. Ein flaska af bjórnum hafði kostað 219 krónur síðustu þrjá mánuði en kostar nú 349 krónur. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.
Verðið á bjórnum lækkaði skyndilega um tæp 40 prósent 1. mars síðastliðinn eftir að Costco reyndi að fá umboð fyrir sölu á bjórnum. Vínnes bauð lægra en Costco og sigraði verðstríðið en samkvæmt reglum ÁTVR verður að festa tilboðsverð í þrjá mánuði.
Nú er þessum þremur mánuðum lokið og varan orðin nánast jafn dýr og áður. Costco getur ekki efnt að nýju verðtilboði fyrr en eftir 9 mánuði, eða 12 mánuðum frá hinu síðasta.