Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sæti sitt á HM í knattspyrnu með sigri á Þýskalandi. KSÍ greindi frá því á Twitter síðu sinni að miðasala á leik hjá kvennalandsliðinu hafi aldrei farið jafn vel af stað.
Ísland er á toppi riðilsins fyrir tvo síðustu leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Efsta sætið geta þær tryggt með sigri á Þjóðverjum en annað sætið gefur möguleika á sæti í umspili um þátttöku á HM.
Stefnt er að því að fylla Laugardalsvöll þann 1. september í leiknum gegn Þýskalandi. KSÍ hefur hafið átak til þess að fá fólk á völlinn og birst hafa myndbönd á Twitter síðu félagsins þar sem knattspyrnukonur úr landsliðinu hvetja fólk á völlinn.
Sjá einnig: Sara Björk ósátt með knattspyrnusamband Evrópu: „Á ekki að þurfa að ræða þetta árið 2018”
Hallbera Gísladóttir segir að draumurinn sé að fylla völlinn og að ekkert jafnist á að vera úti á vellinum og heyra stuðninginn úr stúkunni. Fanndís Friðriksdóttir tekur undir með henni og ítrekar hvað stuðningurinn er mikilvægur.
⚽️ Fyllum völlinn!
???????? Ísland – Þýskaland.
???? 1. september.
⏰ 14:55
???? Miðasala hér:#dottir #fyririslandhttps://t.co/2BvMlUy4ky pic.twitter.com/WdgWhSQ9Pg
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 21, 2018
?? Það styttist í þetta!
❕ Það skiptir máli að mæta á völlinn segir @fanndis90
? Fyllum Laugardalsvöll 1. september!#dottir #fyririslandhttps://t.co/2BvMlUgtt0 pic.twitter.com/SGQ8t5irPR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 23, 2018
Leikkonan Anna Svava Gísladóttir segist sjálf ekki vera mikill íþróttaaðdáandi en þegar að það komi að svona stórum leikjum sé alltaf sjálfkrafa partí. Hún hvetur Íslendinga til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar. Miðasala fer fram á Tix.is.
❔ Ertu ekki örugglega búinn að næla þér í miða?
Ef ekki, gerðu það hér ?https://t.co/2BvMlUgtt0#dottir #fyririsland pic.twitter.com/DDWpzQKfye
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 22, 2018