Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann Þýskalandi 2-3 í Wiesbaden í dag. Fyrir leikinn bjuggust flestir við öruggum sigri heimastúlkna en annað kom á daginn.
Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir snemma leiks en hin þýska Alexandra Popp jafnaði metin áður en liðin gengu til hálfleiks. Stelpurnar spiluðu frábærlega í seinni hálfleik og staðan var orðin 1-3 áður en leikurinn var orðinn klukkutíma gamall. Eftir mörk frá Elínu Mettu Jensson og Dangnýju Brynjarsdóttir sem átti magnaðan leik.
Þjóðverjar sem tvisvar hafa orðið heimsmeistarar reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn og minnkuðu muninn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Lengra komust þær þó ekki, lokatölur 2-3.