Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynntu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Listasafni Íslands nú í morgun.
Alls koma fimm ráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Græn skipa þrjá ráðherra og Framsókn þrjá. Þá mun forseti Alþingis koma úr röðum Vinstri grænna.
Í sáttmálanum er boðuðu sókn í uppbyggingu á innviðum og efling heilbrigðis- og menntakerfisins. Þar eru einnig sett fram markmið um mannréttindi, velferð, loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð.
Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan þrjú í dag.