Auglýsing

Stjórnmálamaður viðurkennir mistök

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra viðurkennir að hafa gert mistök við áætlaðan flutning sinn á Fiskistofu til Akureyrar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir framgöngu hans gagnvart starfsmönnum Fiskistofu. 35 starfsmenn Fiskistofu kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis á síðasta ári vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að flytja starfsemina frá Hafnarfirði til Akureyrar.

Umboðsmaður hefur skilað áliti. Hann telur að upplýsingagjöf ráðherra til starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og að ráðherra hafi heldur ekki kannað lagaheimildir sínar í tengslum við flutninginn áður en hann kynnti hann.

Sigurður Ingi tekur undir með umboðsmanni um að vetur hefði mátt standa að ýmsum þáttum, í frétt RÚV.

Ég taldi að ég væri að gera hlutina eins og best væri, en umboðsmaður hefur nú sent ráðuneytinu álit, eins og þú nefnir, hvernig gera má betur og ég er sammála honum um það. Það er enginn yfir það hafinn að læra af því sem hann hefur gert og reyna að gera betur.

Sigurður Ingi segir í frétt RÚV að á næstu dögum verði farið vel yfir álitið með starfsmönnum ráðuneytisins og reynt að koma til móts við þau tilmæli sem umboðsmaður setur fram.

Reiknað var með að flutningurinn hæfist í vor og að honum yrði lokið fyrir árslok. Sigurður segir nú að flutningurinn geti tekið nokkur ár.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing