Stjörnufræðingurin Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er jafnan kallaður opnaði í dag nýjan vef. Á vefnum sem kallast auroraforecast.is verður hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um allt sem við kemur norðurljósum á Íslandi.
Sjá einnig: Stjörnu-Sævar tekur símalausa sunnudaga: „Sturlað hvað við erum orðin háð þessum tækjum“
Auk Sævars standa þau Aníta Hafdís Björnsdóttir og Róbert Bragason. Vefurinn er á ensku en þar má meðal annars finna skýjahuluspá, pár um norðurljósavirkni og rauntímagögn frá gervitunglum sem vakta sólina.
Sævar fagnaði opnun síðunnar í færslu á Twitter í dag. „Þá er þetta litla, fallega barn loksins farið í loftið,“ skrifaði Sævar.
Þá er þetta litla, fallega barn loksins farið í loftið. Ef þið eruð með ferðafolk í heimsókn, þá ætti þettta að vera fyrsta stopp í upplýsingaleit um norðurljós https://t.co/32rtu1rdAu
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 2, 2018