Auglýsing

Stjörnurnar raka inn peningum fyrir sjónvarpsþætti

Tímaritið Variety tók á dögunum saman lista yfir launahæstu leikara í amerísku sjónvarpi. Eins og við má búast eru það streymisveiturnar sem virðast eyða mestu í leikara sína.

Hér er aðeins um að ræða laun fyrir leik í þeim sjónvarpsþáttum sem nefndir eru. Ekki eru tekin með önnur hlutverk eða tekjur sem hljótast af því að starfa sem framleiðandi. Það þýðir að sumar þessar upphæðir gætu verið talsvert hærri ef allt væri talið með.

Nútíminn stiklar á stóru en ítarlegri lista má sjá á síðu Variety.

Javier Bardem – 1.2 milljón dollara 

Bardem þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eiga salt í grautinn en hann fær rétt tæpar 150 miljónir íslenskar fyrir hvern þátt. Þættirnir verða þó ekki nema fjórir þannig Bardem þarf að sætta sig við skitnar 600 miljónir íslenskar.

Þættirnir fjalla um landkönnuðinn Hernán Cortés og eru samstarfsverkefni Amazon og Amblin TV.

Jennifer Aniston og Reese Witherspoon – 1.1 milljón dollara

Apple heldur áfram að riðjast inn á streymisveitumarkaðinn en Aniston og Witherspoon fá hver um sig 1.1 milljón eða rúmar 137 milljónir íslenskar fyrir komandi dramaþáttaröð um morgunþætti.

Apple hefur pantað tvær tíu þátta seríur sem þýðir að leikkonurnar munu fá 2.7 milljarða hvor, sem er alveg nóg til þess að kaupa WOW air.

Julia Roberts – 600 þúsund dollarar

Fyrir hvern þátt í seríunni Homecoming fær Roberts tæpar 75 milljónir íslenskar eða um 75 þúsund þriðjudagstilboð á Dominos. Það er Amazon sem sýnir þættina.

Kevin Hart – 500 þúsund dollarar

Raunveruleikaþátturinn TKO: Total Knock Out með Íslandsvininum Kevin Hart er einskonar sjónvarpað þrautahlaup. Hart þarf ekki að borða pakkanúðlur í hvert mál en hann rakar inn ísköldum 62.6 milljónum íslenskum fyrir hvern þátt.

Leikarar Stranger Things – 150-350 þúsund dollarar

Þrír aðalleikarar Netflix seríunnar Stranger Things, þau Winona Ryder, Millie Bobby Brown og David Harbour fá 350 þúsund dollara (43.7 milljónir íslenskar) fyrir hvern þátt. Það er hvorki meira né minna en ein 70 fermetra íbúð í 101 Reykjavík fyrir hvern þátt.

Hinir í aðalleikarahópnum fá heldur minna eða á bilinu 150-250 þúsund eða 18.7 til 31.2 milljónir íslenskar á þátt. Þau þurfa því að spara aðeins lengur til að eiga efni á því að búa í miðbænum.

Queer Eye hópurinn – 7500 dollarar

Ef til vill mesta hneykslið á þessum lista. Strákarnir í Queer Eye fá aðeins rétt rúmar 900 þúsund íslenskar á haus fyrir hvern þátt. Miðað við vinsældir er þó líklegt að þeir muni semja aftur mjög bráðlega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing