Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í bíl mannsins fundust svo hvít efni, kannabis, tveir hnífar og haglabyssuskot.
Lögreglan fann einnig kannabisefni í húsnæðum í umdæminu síðustu tvo daga og einnig á eldhúsborði í heimahúsi þangað sem lögreglumenn höfðu verið kvaddir vegna heimilisófriðar.