Auglýsing

Stór mótmæli bænda í Bretlandi – Segja stjórnvöld reyna að knésetja sig til að selja

Bændur í Englandi hafa efnt til stórra mótmæla gegn nýjustu lögum sem sett hafa verið á þá en nýlega var samþykkt að setja erfðaskatt á bændur.

Stór hluti bresks landbúnaður eru býli sem eru fjölskyldufyrirtæki og hafa gengið í erfðir í margar kynslóðir.

Nú hefur verið samþykkt að setja 20 prósent erfðaskatt á býli þegar það gengur til næsta erfingja en þar sem slíkar jarðir eru metnar á háar upphæðir án þess þó að bændur hafi mikið milli handanna hafa bændur lýst því yfir að enginn þeirra geti greitt svo háan skatt.

Það yrði því ljóst að nýjir eigendur þyrftu næstum undantekningalaust að selja jörðina bara til að greiða ríkinu skattinn af jörðinni.

Þetta hefur vakið upp mikla reiði meðal bænda sem segja að verið sé kerfisbundið að neyða þá til að selja jarðir sínar til ríkisins sem myndi svo ákveða hvað skyldi gera við þær.

Stuðningur úr óvæntri átt

Sjónvarpsmaðurinn vinsæli, Jeremy Clarkson, hefur verið með þáttaröð þar sem hann rekur bóndabæ en hann segir að verð á áburði og þvíumlíku hafi næstum þrefaldast á tveimur árum.

Þetta eru samskonar sögur og evrópskir bændur hafa að segja en þeir náðu nýlega að knýja Evrópusambandið til að semja með stærstu mótmælum sögunnar sem bændur í tugum landa tóku þátt í en rataði af einhverjum ástæðum í sárafáa fréttamiðla.

Hvað kemur út úr mótmælum bændanna í Bretlandi á eftir að koma í ljós.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing