Auglýsing

Stories á Instagram orðnar vinsælli en Snapchat

Rúmlega 200 milljón manns nota daglega stories-möguleikann á Instagram. Instagram hefur þar með tekið fram úr Snapchat, sem er með um 160 milljónir daglega notendur. Þetta eru góðar fréttir fyrir Facebook, eiganda Instagram, en fyrirtækið hefur bætt stories-möguleika við Instagram og Messenger-appið til höfuðs Snapchat.

Þetta kemur fram á vefnum The Verge. Í tölunum er fólk sem birtir myndir og myndbönd ásamt þeim sem skoða stories hjá öðrum. Snapchat kynnti stories-möguleikann til sögunnar og í fyrra voru virkir notendur appsins orðnir um 158 milljónir.

Notendur Instagram eru hins vegar rúmlega 600 milljónir sem þýðir að um þriðjungur notenda appsins nota stories-möguleikann á hverjum einasta degi. Á dögunum kynnti Instagram svo til sögunnar nýjan möguleika sem gerir notendum kleyft að breyta sjálfsmyndum af sér í sérstakar myndir sem hægt er að líma á aðrar myndir, einhvern veginn svona:

Þá er Instagram búið að stela öðrum möguleika frá Snapchat, sem eru sérstakar merkingar og myndir fyrir ákveðnar borgir og landsvæði; geotags. Nú verður nýjum borgum bætt við þann möguleika og á meðal þeirra eru Chicago, London, Madríd og Tokíó. Jakarta og New York voru á meðal fyrstu borganna sem voru kynntar til sögunnar í síðasta mánuði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing