Internetið kemur sífellt á óvart. Reglulega ná áskoranir gríðarlegri útbreiðslu og sú nýjasta er eflaust sú steiktasta. Hún kallast Cheerios-áskorunin og takmarkið er að ná að stafla upp sem flestum Cheerios-hringjum ofan á sofandi ungbörnun.
Áskorunin er jafn einföld og hún hljómar. Eina sem þú þarft er Cheerios og sofandi ungbarn. Þá geturðu byrjað að stafla hringjum ofan á höfði barnsins.
Foreldrar þessara barna hafa þegar náð góðum árangri
Cheerios-áskorunina má rekja til vefsíðunnar Life of Dad. Patrick Quinn, stofnandi síðunnar, segist í samtali við Buzzfeed hafa fengið hugmyndina þegar hann var að leika við þriggja ára son sinn.
„Ég setti Cheerio-hring á nef hans og reyndi svo að stafla eins mörgum og ég gat. Svo mætti segja að boltinn hafi farið að rúlla,“ segir hann.
Myllumerkið #CheerioChallange heldur nú utan um hundruð mynda sem hafa borist og hluta af þeim má finna í þessari frétt.
Sumir vinna með að stafla á mörgum stöðum í einu
Quinn segir áskorunina erfiðari en hún lítur út fyrir að vera. „Það er mjög erfitt að halda aftur að hlátrinum á meðan maður staflar,“ segir hann.