Þingmenn tókust á um þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði í gær andsvar Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, við ræðu Helga Hrafns Gunnlaugssonar, þingmanns Pírata, hefur vakið mikla athygli. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Í stuttu máli snýst tillagan um að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna íslenskan leigubílamarkað fyrir aukinni samkeppni. Ef tillagan yrði samþykkt myndi starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft vera leyfð hér á landi.
Í ræðu sinni um málið tiltók Helgi Hrafn meðal annars kosti þess að geta samið um verð við leigubílaþjónustu fyrirfram. Öpp á borð við Uber og Lyft sína kostnað við ferðina og sjá um að rukka farþegann.
Þorsteinn gaf lítið fyrir slík rök og spurði Helga meðal annars hvort hann hefði þann sið að semja við hárskerann áður en hann keypti slíka þjónustu. „Ég verð að spyrja háttvirtan þingmann persónulegrar spurningar,“ sagði Þorsteinn í andsvari sínu.
Er það þannig þegar háttvirtur þingmaður fer til hárskera, semur hann um prísinn fyrirfram? Ég væri alveg til í að fara í Krónuna og segja við kaupmanninn: „Heyrðu, eigum við að semja hérna fyrirfram um verðið á rib eyinu sem ég ætla að grilla í kvöld.“
Það þarf varla að taka fram að bæði hárskerar og Krónan gefa upp verð sín fyrirfram. Horfðu á brot úr andsvari Þorsteins hér fyrir ofan.