Konunni hefur eflaust ekki liðið neitt sérstaklega vel
74 ára gömul kona lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á fjallstindi í Arizona fylki í Bandaríkjunum nú á dögunum. Konan slasaðist í fjallgöngu og á vettvang voru mættir björgunarsveitarmenn á þyrlu til að veita henni aðhlynningu. Þessi atburðarrás væri kannski ekki í frásögur færandi nema það að björgunin sjálf gekk heldur erfiðlega, en þegar átti að hífa konuna upp í þyrluna fóru börurnar sem hún lá í að snúast af miklum krafti.
Útskýring björgunarsveitarfólks var að ákveðinn búnaður sem á að koma í veg fyrir að börurnar snúist hafi ekki virkað sem skyldi. Atvikið náðist á myndband og hefur það vakið mikla athygli á netmiðlum á undanförnum dögum.
WILD HELICOPTER RESCUE: Firefighters say a 74-year-old woman had to be flown off of Piestewa Peak this morning after she suffered an injury while hiking.
STORY: https://t.co/H4HavJnsgn pic.twitter.com/2FPQR0qiZ9
— FOX 10 Phoenix (@FOX10Phoenix) June 4, 2019