Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er sjóðheitur með félagsliði sínu Augsburg í Þýskalandi þessa dagana. Alfreð skorar og skorar og Þjóðverjarnir elska okkar mann.
Sjá einnig: Myndband: Alfreð Finnbogason kennir íslensku á Instagram
Alfreð skoraði í 2-1 tapi Augsburg í dag en hann jafnaði metinn í 1-1 á 70. mínútu leiksins. Aðilinn sem sér um Twitter aðgang Augsburg var himinlifandi með markið og ákvað að reyna við íslenskuna í tilkynningu.
Sá aðili er greinilega ekki jafn góður í tungumálum og Alfreð sjálfur og hefur þurft að nota Google Translate til aðstoðar. Það heppnaðist ekki alveg nógu vel en góð tilraun samt sem áður.
GOOOOOOAAAAAALLLLLLL!!!!!
Or should we say, markmið!!!!!!! ??#TSGFCA 1-1 (70') pic.twitter.com/vj9jUpTrrc
— FC Augsburg English (@FCA_World) November 10, 2018