Auglýsing

Strætóbílstjóri fær tiltal fyrir að hanga í símanum undir stýri: „Hegðun sem við viljum útrýma sem fyrst“

Vagnstjóri hjá Strætó hefur fengið tiltal fyrir að vera í símanum undir stýri. Upp komst um bílstjórann þegar mynd var birt á Facebook um helgina en í texta sem fylgdi myndinni var fullyrt að hann hafi verið svo upptekinn í símanum að hann keyrði framhjá stoppistöð.

Inga Steinunn Björgvinsdóttir birti umrædda mynd á Facebook. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari til Ingu að málið sé litið alvarlegum augum. „Við vitum hvaða bílstjóra um er að ræða og það verður rætt við hann,“ segir hann.

Ég þakka þér fyrir að deila þessari mynd með okkur, þetta er hegðun sem við viljum útrýma sem allra fyrst.

Í færslu sinni sagði Inga að dóttir hennar hafi þurft að kalla á bílstjórann til að fá hann til að stoppa. „Þess ber að geta að þessi stoppistöð er við gangbraut þar sem göngustígur liggur frá leiksvæði skólans og er því fjölfarin af börnum hverfisins,“ segir hún.

„Þori ekki að hugsa til þess ef einhver hefði verið á leiðinni yfir gangbrautina á þessum tímapunkti. Þið verðið einfaldlega að gera betur en þetta … Við treystum ykkur fyrir lífi okkar!“

Færsluna má sjá hér fyrir neðan

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10155862960209642&set=a.10150122301394642.295534.583004641&type=3&theater

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing