Auglýsing

Strákar opna sig um kynferðisofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir: „Láttu ekki svona, allir gæjar vilja alltaf ríða“

Sólborg Guðbrandsdóttir stofnaði Instagram-reikninginn „Fávitar“ fyrir nokkrum misserum en tilgangur hans er að sýna hversu ótrúlega algeng ljót samskipti á netinu eru. Síðustu daga hafa birst skilaboð frá strákum sem opna sig um kynferðisofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir.

Sjá einnig: Sólborg birtir skjáskot af ógeðslegum samskiptum á netinu: „Allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir“

Sólborg var gestur í söfnunarþætti Stígamóta „Allir krakkar“á Rúv í upphafi nóvember mánaðar en þar sagði hún að það væri alltof algengt að fólk, og sérstaklega konur fái send sóðaleg skilaboð á samskiptamiðlinum.

„Þetta er svo rótgróið í samfélaginu okkar að fólk er farið að líta á þetta sem norm. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er vandamál,“ sagði Sólborg.

Hún segir að þrátt fyrir að síðan hafi verið stofnuð til þess að tala um stafræna kynferðislega áreitni sé mikilvægt að kynferðisofbeldi fái líka hljómgrunn á síðunni og sé ekki þaggað niður. Um 17 þúsund manns fylgja nú síðunni á Instagram.

Í dag og í gær hefur hún birt skilaboð frá strákum sem að opnuðu sig um kynferðisofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Eftir að einn þeirra sendi skilaboð um nauðgun sem hann varð fyrir í afmælispartíi sínu fylgdu tvær aðrar sögur frá karlmönnum sem höfðu áður ekki þorað að segja sögu sína.

Í fyrstu sögunni segir strákur frá því þegar að hann vaknaði eftir afmælispartí heima hjá sér og honum var illt í typpinu. Hann hafi verið með fjögur snöpp frá stelpu sem hann hafði ekki áhuga á þar sem hún sést sitjandi ofan á honum. Þegar hann hafi spurt hana hvers vegna hún hafi gert þetta hafi hún sagt: „Láttu ekki svona, allir gæjar vilja alltaf ríða.“

Hann bætir því við að þeim vinum hans sem hann hafi sagt frá hafi bara fundist þetta fyndið. Sögu hans og hinna strákanna má sjá hér að neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing