Það er ekkert sérstaklega algengt að sjá íslenska karlalandsliðið í fótbolta á forsíðu dagblaða í Evrópu. Það gerðist hins vegar nokkrum sinnum í morgun en frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum hefur vakið gríðarlega athygli.
Sjá einnig: Dagur Hjartarson trollaði heiminn á Twitter á meðan leikur Íslands og Englands stóð yfir
Nútíminn leit yfir evrópsku dagblöðin og fann nokkur kunnugleg andlit innan um harmfréttir af Brexit og ýmsu öðru á tungumálum sem við skiljum ekki.
Hið austurríska Vorarlberger Nachrichten birtir þessa skemmtilegu mynd af strákunum fagna eftir leikinn. Fremstur meðal jafningja er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar er svo ber að ofan á forsíðu The Irish Times
Aron minnir óneitanlega á annan Íra á þessari mynd: Bardagakappann Conor McGregor.
Í Svíþjóð er fólk skiljanlega ánægt með sinn mann, Lars Lagerbäck. Hann deilir forsíðunni á Aftonbladet með fyrirliðanum
Gautaborgartíðindin í Svíþjóð eyða ekki eins miklu plássi undir leikinn og Aftonbladet en koma þó Lars og Jóa Berg að
Badisches Tagblatt birtir fagnarlæti strákanna í lok leiks
Og ekki má gleyma bresku pressunni sem sýnir sínum mönnum enga miskunn í dag. Joe Hart er í forsvari fyrir vonbrigðin á forsíðu Daily Star
Og The Daily Telegraph dreifir leikmönnum enska liðsins um forsíðuna. Jamie Vardy er í forgrunni
„Englandi sökkt af Íslandi,“ segir Daily Express
Og The Guardian setur ósigurinn í samhengi við þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um Evrópusambandið
The Times sparar ekki stóru orðin og talar um myrkasta dag Englands
En það er að sjálfsögðu The Sun sem fer ósmekklegustu leiðina og birtir mynd af syni Wayne Rooney