Óvíst er hvort margir á Íslandi hafi heyrt um breska raunveruleikaþáttinn Geordie Shore. Þættirnir byggja á vinsældum bandarísku þáttanna Jersey Shore og sýna frá lífi hóps af ungu fólki í Newcastle.
Geordie Shore snúast að miklu leyti um djamm og krakkarnir í þáttunum komu einmitt til Íslands í leit að djammi á þriðjudagskvöldi í apríl. Strákarnir í Geordie Shore voru afar ánægðir með viðtökurnar frá íslenskum stúlkum en bresku stelpurnar virkuðu mjög ósáttar.
Auglýsing fyrir þáttinn vakti athygli í byrjun vikunnar en þátturinn var svo sýndur á MTV á þriðjudag. Nútíminn birti hér brot úr þættinum sem sýnir frá Íslandsdvölinni og því sem gekk á. Það er óhætt að segja að krakkarnir hafi farið alla leið í djammi og drykkju og allavega strákarnir áttu í nánum samskiptum við íslenskar stelpur.
Það er ástæða til að vara viðkvæma við þessu myndbandi:
https://www.youtube.com/watch?v=zRJd9uQbeZo&feature=youtu.be