Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 3-0 fyrir Mexíkó í nótt, að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum á Levi’s leikvanginum í San Francisco.
Íslenska liðið byrjaði leikinn nokkuð vel áður en Marco Fabian skoraði eftir aukaspyrnu utan vítateigs á 37. mínútu. Mexíkóar juku forskot sitt á 64. mínútu þegar Miguel Layun skoraði laglegt mark.
Íslensku strákarnir gerðu allt til að minnka muninn. Í viðbótartíma kláruðu Mexíkóar leikinn þegar Layun skoraði annað mark sitt og þriðja mark Mexíkó. Lokatölur 3-0. Næsti leikur Íslands verður gegn Perú á þriðjudaginn.