Vegna komandi laga um þungunarrof í Alabama, Georgia, Indiana, Ohio og öðrum ríkjum Bandaríkjanna hefur þungunarrof verið mikið í umræðunni hér á landi og erlendis. Nú hefur þungunarrof verið leyft að 22. viku hér á landi og hafa margar konur og menn fagnað þeim fréttum.
En hvernig stendur á því að Bandaríkjin eru frekar að fara aftur á bak heldur en áfram í jafnréttisbaráttu kynjanna? Mikið hefur verið talað um að stríð gegn konum sé hafið. Ekki er aðeins verið að taka rétt kvenna til eigin líkama, heldur verður refsingin í mörgum ríkjum á ólöglegu þungunarrofi hærri en refsing nauðgunar. Hverjir eru það sem að hafa stöðuna til að setja lög eins og þessi og hafa þeir í raun eitthvað um það að segja?
Hér eru nokkrir sem að eru hlyntir þessum nýjum lögum og ummæli þeirra í garð þungunarrofs og nauðgunar.
Clayton Williams – „Nauðgun er eins og veðrið. Ef þú getur ekki komið í veg fyrir hana, slakaðu þá á og njóttu.“
Todd Akin- „Ef þetta er raunveruleg nauðgun, þá hefur kvenlíkaminn leiðir til þess að slökkva á sér og koma í veg fyrir þetta“
Rick Santorum- “ þolendur nauðgunar ættu að læra að gera það besta við slæmar aðstæður“
Lawrence Lockman- “ Ef að kona hefur rétt á að fara í fóstureyðingu, afhverju ætti þá karlmaður ekki að hafa rétt á því að nota styrk sinn til að þvinga sér á konu? Í minnsta lagi þá endar nauðgunin ekki í dauða (allavegana sjaldan).“
Jodie Laubenberg- „Á bráðamóttökunni þá er til eitthvað sem er kallað „rape kit“, þar sem hægt er að hreinsa allt út“
Richard Mourdock- „Jafnvel þó líf byrji við hræðilegar aðstæður líkt og nauðgun, þá er það ætlun guðs“
Er þetta fólk sem ætti að hafa möguleika á að breyta einhverju þegar kemur að lögum um þungunarrof og kvenlíkamann?