Auglýsing

Stuðningsmenn króatíska landsliðsins sturta í sig léttöli: „1-0 fyrir Íslandi?“

Svo virðist sem stuðningsmenn króatíska landsliðsins í fótbolta hafi látið glepjast af íslenskri áfengislöggjöf. Eftir að hafa setið að sumbli í miðborg Reykjavíkur í dag virðast margir hafa komið við í 10-11 og keypt sér léttöl, haldandi að um bjór sé að ræða.

Sjá einnig: Sigurvissir Króatar brenndu blys í miðbænum og löggan mætti á svæðið

Á þetta benda sparkspekingar á Twitter. „Svona 60 manna hópur blekaðra króatískra stuðningsmanna að labba framhjá mér á Laugavegi,“ segir Björn Teitsson á Twitter. „Allir með Pilsner 2.25%“

Jói Skúli bendir á þetta sé hreinlega sorglegt að sjá

Andrés bætir um betur, birtir mynd af þeim króatísku með léttölsdósirnar og veltir fyrir sér hvort þar með sé Ísland komið í 1-0, þó leikurinn sé ekki hafinn.

Margir hafa bent á að íslenskar verslanir stilli léttöli upp eins og um bjór sé að ræða. Víða í Evrópu er bjór seldur í matvöruverslunum en frumvarp þess efnis var ekki afgreitt á þinginu sem var á dögunum frestað þangað til haust.

Ísland og Króatía mætast á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Króatíska liðið er gríðarlega sterkt og situr í toppsæti I-riðils með 13 stig en Ísland datt í dag niður í þriðja sæti með sín tíu stig eftir að Úkraína vann Finnland og skaust í annað sæti.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 á eftir og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing