Auglýsing

Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Sigmund Davíð: „Sannkallaður töframaður í Íslenskri pólitík“

Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu hans. Sigmundur Davíð tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í gær og yfirgaf Háskólabíó þegar Sigurður Ingi stóð á sviðinu eftir að úrslitin voru ljós.

Sigmundur hefur ekki ekki tjáð sig um ósigurinn, hvorki við fjölmiðla né á Facebook-síðu sinni. Stuðningsfólk hans hefur hins vegar stutt sinn mann með athugasemdum, sem Nútíminn tók saman.

Linda Birna hefur fengið nóg. „Nú segir maður sig úr flokknum. Nenni ekki lengur að taka þátt í svona,“ segir hún og Anna Björg Hjartardóttir tekur undir það: „Framsókn er búið að vera án Sigmundar og Vigdísar. Þegar rúmur meirihluti fulltrúanna kusu formann í dag gleymdu þeir þeim 24% kjósenda sem kusu Framsókn í síðustu kosningum,“ segir hún.

Laufey Þorgeirsdóttir segist þurfa að hugsa um hvaða flokk á að kjósa fyrst Sigmundur var ekki kosinn og Björg Gunnarsdóttir segir að Framsókn eigi eftir að missa mörg atkvæði.

Sigursteinn Sævarsson er hins vegar bjartsýnn fyrir hönd stuðningsfólks Sigmundar. „Þessi snillingur getur ekki verið af baki dottinn. Það er enginn stjórnmálamaður í nútímasögunni sem hefur gert eins mikið fyrir jafn fáa og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,“ segir hann.

Sannkallaður töframaður í Íslenskri pólitík, jarðýta af stærstu gerð og fyrirmynd okkar sem viljum breyta þessu lýðræðisþjóðfélagi sem við búum í.

Steinunn Þorgerðar Og Friðriksdóttir vill fylgja Sigmundi í nýjan flokk. „Sigmundur ef þú stofnar eigin flokk þá er fjöldi manns tilbúinn að ganga í hann.“

Hulda Salómonsdóttir virðist hins vegar hafa misst vonina og segist vera mjög svekkt yfir niðurstöðum kosninganna á flokksþinginu í gær. „Sigmundur var okkar sterkasti formaður sem Framsókn hefur átt algjör foringi, nú er vandi hvað ég geri í kostingunum í okt.“

Kristín Alda Kjartansdóttir segir að sífellt fleiri sjái í gegnum aðförina og hatrið sem hún segir beinast að Sigmundi. „Þú ert greinilega fyrirstaða hjá mörgum innan þings og utan,“ segir hún og telur upp Evrópusinna, Icesave-unnendur, erlenda kröfuhafa, fjármálaöfl og fleiri.

„En verkin tala, þú hefur unnið ötulega fyrir land og þjóð. Ég vil sjá þig áfram í forystu í íslenskri pólitík. Þjóðinni veitir ekki af heiðarlegum stjórnmálamanni sem hugsar um heildarhagsmuni þjóðar sinnar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing