Sturla Atlas sendir í dag frá sér mixteipið 101 Nights og heldur sérstök hlustunarpartí í 57 framhalds- og grunnskólum þar sem tónlistin fær að hljóma í fyrsta skipti. Þá kemur hljómsveitin fram á marmaranum í Verzlunarskóla Íslands.
Í dag er hlustunarpartý á #101nights í 57 skólum. Marmarinn fær live performance í hádeginu. pic.twitter.com/PfiQlaI1jJ
— Logi Pedro (@logipedro101) March 15, 2017
Sigurbjartur Sturla Atlason er ánægður með hversu vel skólarnir tóku í hugmyndina. „Þetta er okkar traustasti hópur og við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir þau,“ segir hann í samtali við Nútímann.
Sjá einnig: Balti „söng með“ í laginu Baltasar Kormákur með Sturla Atlas hjá Gísla Marteini
Egill Ástráðsson, umboðsmaður Sturla Atlas, segir í samtali við Nútímann að hugmyndin hafi komið þegar tvær beiðnir bárust um að koma fram í hádegishléi í dag. „Og við gátum ekki verið á tveimur stöðum í einu,“ segir hann.
Þannig að ég lagði til að við reyndum að vera á öllum stöðum í einu. Svo rúllaði þetta bara vel — mikill áhugi fyrir þessu hjá skólunum. Og almenn skoðun Sturla Atlas að það sé bara rökrétt að æska landsins heyri fyrst.
Skólarnir sem hlustunarpartíin verða haldin í eru staðsettir víða um land, Borgarnes, Vík, Selfoss en flestir eru á höfuðborgarsvæðinu. Hér má finna meiri upplýsingar ásamt upplýsingum um hvernig skólar geta fengið hlustunarpartíið til sín.