Liverpool hefur staðfest brotthvarf framherjans Luis Suarez til Barcelona. Talið er að kaupverðið hljóði upp á 75 milljónir punda. Suarez kom til Liverpool frá Ajax árið 2011 og hefur skorað samtals 60 mörk fyrir félagið.
Í yfirlýsingu þakkar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, Suarez fyrir samstarfið en bætir við að enginn leikmaður sé stærri en félagið.
Áhanhangendur Liverpool syrgja nú á Twitter og sumir hafa kysst titilvonir á næsta tímabili bless.
Jæja, þá er það bara að ná fjórða sæti á næsta tímabili. #BlessTitilvonir
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) July 11, 2014