Auglýsing

Sundbolur sem ekki má blotna vekur undrun: „Getur einhver útskýrt fyrir Asos hvernig sundbolir virka“

Twitter-notandinn, Amna Saleem vakti á dögunum athygli á sundbol sem vefverslunin Asos selur. Það var ekki útlit bolsins sem vakti athygli hennar heldur sú staðreynd að hann má ekki komast í snertingu við vatn. Tíst Saleem vakti mikla athygli og hefur farið sem eldur í sinu um netið.

„Getur einhver útskýrt fyrir Asos hvernig sundbolir virka,“ skrifaði Saleem á Twitter en þar kemur einnig fram að mælt sé með því að fara með flíkina í hreinsun eftir notkun.

Breska blaðið Daily Mail fjallaði um málið en þar segir talsmaður PrettyLittleThing sem framleiðir sundbolinn að flíkin sé tískuvara sem ekki sé ætluð fyrir sund. „Við mælum ekki með því að viðskiptavinir syndi í bolnum,“ segir talsmaður fyrirtækisins. 

Bolurinn kostar tæpar 5.000 krónur og þeir sem vilja verða sér úti um eintak geta ýtt hér. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing