Auglýsing

Sundlaugin á Akranesi endurskoðar óskrifaðar reglur um sundfatnað kvenna

Engar opinberar reglur eru um sundfatnað kvenna í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Til stendur að athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvaða lína verði tekin. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Berbrjósta stelpu vísað upp úr sundlaug á Akranesi: „Við vorum allar mjög hissa“

Diljá Sigurðardóttur var í gær vísað upp úr Jaðarsbakkalaug á Akranesi fyrir það eitt að vera ber að ofan. Í frétt Nútímans um málið kom fram að Diljá hafi neitað að yfirgefa sundlaugina en baðvörðurinn sagðist vera að bregðast við kvörtun.

Baðvörðurinn brást ekki vel við ábendingum um að karlmennirnir á svæðinu væru berir að ofan og spurði hvort þær ætluðu virkilega að taka þessa umræðu. Þsagði hún að það væri ekki Free the Nipple-dagurinn áður en hún gekk í burtu.

Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, segir í samtali við Vísi að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent í svipuðu átviku áður. Hann segir að óskrifuð meginregla í lauginni sé að konur þurfi að klæðast topp en að ljóst sé að  fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu.

„Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing