Auglýsing

Sunna Rannveig vann Kelly D’Angelo í Kansas

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði bandarísku bardagakonuna Kelly D’Angelo á Invicta FC 24 bardagakvöldinu sem fór fram í hinu sögufræga samkomuhúsi Old Scottish Rite Temple í Kansas City í kvöld.

Sunna mætti til leiks í treyju íslenska landsliðsins í fótbolta en stelpurnar okkar mættu á æfingu í Mjölni á dögunum og gáfu henni treyju. Hún vann eftir einróma dómaraákvörðun en bardaginn var eign hennar frá upphafi til enda. Sunna var sérstaklega sannfærandi 2. og 3. lotu.

Sjá einnig: „Ég á tækifæri til að búa mér og dóttur minni gott líf og bjarta framtíð í gegnum þessa íþrótt“

Þetta var í þriðja skipti sem Sunna barðist sem atvinnumaður í blönduðum bardagalistum, MMA, í Kansas City í júlí. Hún vann fyrstu tvo atvinnubardagana sína sannfærandi.

Sunna gekk til liðs við Invicta Fighting Championships, sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum, í apríl í fyrra. Hún varð þar með atvinnumaður í MMA, blönduðum bardagalistum, fyrst íslenskra kvenna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing