Auglýsing

Sunna Ýr fer í brjóstastækkun og sýnir frá ferlinu á Snapchat: „Er ekki að fara vegna óöryggis“

Sunna Ýr Perry (sunna.perry) er 23 ára einstæð móðir og bloggari. Sunna er á leiðinni í brjóstastækkun á miðvikudaginn og ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með öllu ferlinu. Hún vill breyta viðhorfi til brjóstastækkana á Íslandi sem hún segir vera mikið tabú.

Sunna segir það hafa verið hálfgerð skyndiákvörðun að fara í brjóstastækkun. „Brjóstin á mér hafa alltaf verið rosalega lítil en ég hef aldrei verið ósátt með þau, alltaf liðið vel með litlu brjóstin mín. Ég er ekki að fara vegna óöryggis eða neitt slíkt,“ segir Sunna í samtali við Nútímann.

Það var ekki fyrr en eftir að hún hafði eignast son sinn sem hún fór að hugleiða það að fara í brjóstastækkun. „Þau stækkuðu á meðan á brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Það var fyrst þá sem ég fór að hugsa um brjóstastækkun. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó, herðabreið og með lítil brjóst og langar til að jafna línurnar,“ segir Sunna.

Sunna hefur ákveðið að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með öllu ferlinu. „Ég er með ágætan fylgjendahóp á Snapchat sem er svona 90% stelpur þannig það eru mjög margar spenntar að fylgjast með,“ segir Sunna.

Ég vildi sýna frá þessu á Snapchat vegna þess að mér finnst þetta ennþá vera svo mikið tabú.

Sunna hefur fengið góð viðbrögð við uppátækinu. „Það eru margar stelpur virkilega spenntar fyrir mína hönd og ánægðar með að fá að heyra frá ferlinu. Ég býst svo sem alveg við því að einhverjir dæmi það að ég sé að sýna og segi frá þessu svona opið,“ segir Sunna.

Aðgerðin verður framkvæmd á miðvikudaginn næsta. „Ég mun segja frá hvernig dagurinn er, frá því ég mæti á svæðið og þangað til ég fer heim. Ég er svo að íhuga hvort ég muni sýna hlutlausar og fágaðar fyrir og eftir myndir á snappinu sjálfu en það kæmi þá ekki fyrr en brjóstin eru aðeins búin að jafna sig,“ segir Sunna að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing