Svala Björgvins fer fyrir Íslands hönd með lagið Paper í Eurovision í ár. Svala mætti Daða Frey í úrslitaumferð keppninni í Laugardalshöll í kvöld.
Símaatkvæði landsmanna og sjö manna alþjóðleg dómnefnd réðu því hvaða tvö lög komust í úrslitaeinvígið. Í úrslitaumferðinni réðust úrslitin eingöngu með símakosningu.
Eurovision fer fram í Kiev í Úkraínu laugardagskvöldið 13. maí. Undanúrslitakvöldin fara fram þriðjudagskvöldið 9. maí og fimmtudagskvöldið 11. maí. 43 þjóðir taka þátt í keppninni.