Söngkonan Svala Björgvinsdóttir skrifaði í dag undir samning við plötufyrirtækið Sony í Danmörku í dag. Svala hefur undanfarið verið að vinna að nýrri tónlist sem mun koma út á næstunni.
Hún hefur áður gefið út tvær plötur, The Real Me sem kom út árið 2001 og Birds of Freedom sem kom út árið 2005. Þá var hún á samningi hjá Priority Records.
Svala var söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord en árið 2015 tók hún sér pásu frá tónlist og flutti heim til Íslands frá Los Angeles. Hún hefur síðan þá verið dómari í sjónvarpsþáttunum Voice Ísland. Á síðasta ári tók hún þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision með laginu Paper.
Það verður spennandi að fylgjast með Svölu á næstunni en margt af stærsta tónlistarfólki heims er á samning hjá Sony útgáfunni.