Auglýsing

Svala sparar röddina með því að skrifa það sem hún vill segja á miða

Svala Björgvinsdóttir passar sig að tala lítið þessa dagana, nema þegar hún er í viðtölum. Hún sparar röddina með því að skrifa það sem hún vill segja niður á miða. Í kvöld stígur hún á svið í Kænugarði í Úkraínu á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision og ætlar að standa sig 250%. Þetta kemur fram á Vísi.

Svala segist vera vön því að vera í mikilli keyrslu þegar hún er á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, Steed Lord. „Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún í samtali við Vísi.

Hún segir að það séu ótrúlega mörg góð lög í keppninni í ár. „Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu,“ segir Svala.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing