Bandaríski stórleikarinn Ryan Reynolds birti í gær skemmtilega mynd á Twitter ásamt félögum sínum þeim Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Skömmu síðar fékk hann svar frá Valtý Valtýssyni, hönnuði sem hefur hreinlega slegið í gegn. Sjáðu samskipti þeirra félaga hér að neðan.
Færsla Ryan Reynolds vakti mikla lukku hjá þeim rúmlega 12 milljónum manna sem fylgja kappanum en á myndinni sýnir hann hvernig hann var blekktur til að mæta í jólapeysu.
These assholes told me it was a sweater party. @RealHughJackman #JakeGyllenhaal pic.twitter.com/qGLa2a2o0Z
— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) December 21, 2018
Valtýr þekkir greinilega raunir Ryans en í svarinu segist hann finna til með leikaranum. „Ég þekki þessa tilfinningu,“ skrifar Valtýr með tístinu.
I know that feeling pic.twitter.com/v2RUCpmjiH
— Valtyr B. Valtysson (@vallinn) December 21, 2018