Auglýsing

Svavar fékk tappa af Flórídana-safa í augað og slasaðist illa: „Áður en ég veit af er ég kominn í gólfið“

Svavar Þór Georgson lenti í því á fimmtudaginn í síðustu viku að fá tappa í augað þegar hann ætlaði að opna flösku af Flórídana ávaxtasafa. Dóttir Svavars sem er aðeins eins og hálfs árs gömul hélt á flöskunni aðeins andartökum áður en hún sprakk í andlit hans.

Svavar segist í samtali við Nútímann ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði fengið tappann í augað. Ég tek flöskuna af henni til að opna hana og gefa að drekka og áður en ég veit af er ég kominn í gólfið,“ segir hann.

Við höggið fékk Svavar skurð á augað auk þess sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð á föstudaginn og er enn með hausverk og sér lítið. Ölgerðin setti sig í samband við Svavar eftir atvikið en hann vildi lítið ræða við fyrirtækið en hann hefur fengið sér lögfræðing. Málið er á algjöru byrjunarstigi og mun fara sinn farveg,“ segir hann.

Barnsmóðir Svavars setti sig í samband við Ölgerðina strax á föstudaginn sem Ölgerðin ákvað í vikunni að innkalla safana. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að óljóst sé hvort um sé að ræða galla í umbúðum eða hvort aðrar skýringar séu á atvikinu. Ölgerðin ákváð að inkalla vöruna á meðan greining fer fram á því hvað gerðist.

Í tilkynningunni segir að hreinir ávaxtasafar án rotvarnarefna séu kælivara og beri að meðhöndla sem slíka. Þá segir jafnframt að eftir að súrefni kemst í umbúðirnar og þeim lokað á ný geti myndast þrýstingur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing