Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að stofna nýtt framboð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sveinbjörg hugðist notast við lag rapparans Emmsjé Gauta og kalla framboðið Reykjavík er okkar og hafði samband við Gauta, sem sagðist ekki vilja hafa neina tengingu við framboðið.
Í viðtali við DV um helgina segir Sveinbjörg að hópurinn sem standi að framboðinu sé þessa dagana að finna nafn. Þar segir hún umrætt nafn hafa komið til skoðunar. „Stungið var upp á Reykjavík er okkar. Ég hafði samband við Emmsjé Gauta út af því og hann var frekar efins með það, sem ég skil nú alveg,“ segir Sveinbjörg sem hyggst kynna frambjóðendur í næstu viku.
En þetta skýrist allt á næstu dögum. Borgin okkar, Reykjavík kemur vel til greina.
Gauti vildi lítð tjá sig um málið þegar Nútíminn leitaði eftir því í dag og vísaði í tíst sem hann skrifaði um málið á. Þar segist hann hafa haft samband við Sveinbjörgu um leið og beiðnin barst, þar sem hann óskaði eftir því að nafn sitt og verk yrðu ekki tengd framboðinu.
„Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórnmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð,“ skrifar Gauti á Twitter.
Færslu Gauta um málið má sjá hér
Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ
— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018