Grískir fjölmiðlar hafa birt myndskeið úr öryggismyndavél skemmtistaðarins á Krít þar sem ráðist var á íslenska fjölskyldu. Líkt og Nútíminn og aðrir miðlar greindu frá var ráðist á fjölskyldufaðirinn í kjölfar þess að hann setti út á að einstaklingur á staðnum hefði rekið sígarettu í hann þegar þeir feðgar stefndu á barinn að gera upp.
Þurfti að undirgangast nokkrar aðgerðir
Fjölskyldufaðirinn er ættaður frá Kanada og Krít en hann heitir Emmanuel og er enn á sjúkrahúsi. Það þurfti að framkvæma nokkrar aðgerðir á honum í kjölfar árásarinnar sem var mjög fólskuleg. Þá þurfti að gera sérstaka aðgerð á hálsi Emmanuels til þess að koma súerefni ofan í lungun á honum.
Myndirnar sem birtar eru með þessar frétt voru teknar á Venizelio-sjúkrahúsinu í Heraklion. DV greindi fyrst frá.
Fólskuleg árás á alla fjölskylduna
Árásin átti sér stað á bar á hinni frægu skemmtistaðagötu í Heraklion aðfaranótt miðvikudagsins 17. júlí en íslensk móðir og börn hennar voru öll flutt á sjúkrahús.
Í frétt DV kemur fram að lögreglan á Krít hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum, bæði á Íslandi og í Grikklandi en bæði ferðamálastjóri Grikklands og kanadíski sendiherrann hafa heimsótt Emmanuel á súkrahúsið. Árásin hefur vakið gríðarlega athygli en fjölskyldan bar kennsl á tvo af þeim mönnum sem stóðu fyrir árásinni en þeir hafa samt sem áður ekki verið handteknir. Samkvæmt DV eru þeir sagðir vera góðkunningjar lögreglunnar.