Auglýsing

Svona hljóma Reykjavíkurdætur á ensku: „P-U-S-S-Y lick it till I die“

Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér fyrsta lagið sitt á ensku. Lagið heitir F.E.M.I.N.I.S.M. og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.

Fyrsti Evróputúr Reykjavíkurdætra er framundan og þær ákváðu af því tilefni að gefa út lag á ensku. Lagið verður frumflutt á aðalsviði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í kvöld klukkan 18.

Sjá einnig: Grétu á tónleikum Radiohead í Laugardalshöll

Rappararnir Tilfinna og Fever Dream flytja lagið F.E.M.I.N.I.S.M. en Curver Thoroddsen sem samdi lagið. Fever Dream segir í tilkynningu að lagið hafi fæðst inni í stúdíóinu á Granda. „Þetta var afsprengi ástar okkar á Ghostigital, Björk, Peaches og Beyonce,“ segir hún.

Við unnum lagið frá grunni með Curver og það var algjör snilld enda snilldarmaður með mikla ástríðu. Þegar við ákváðum að gera lag á ensku var eiginlega bara ómögulegt að láta það bara heita eitthvað annað en Feminism. Viljum bara vera skýrar með þetta.

Reykjavíkurdætur koma fram í Noregi, Belgíu, Danmörku, Spáni og víðar á næstunni en eru gríðarlega spenntar fyrir tónleikum kvöldsins.  „Solstice verður lit. Við munum setja stóra píku huga allra í Laugardalnum,” segir Fever Dream.

https://www.youtube.com/watch?v=_UIlm3YFuQs

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing