Bræðurnir Harry og Charlie voru kornungir þegar faðir þeirra setti myndband af þeim á Youtube. Myndbandið sló í gegn og er í dag vinsælasta vefmyndband allra tíma, ef tónlistarmyndbönd eru undanskilin.
Myndbandið er komið með fleiri en 816 milljón áhorf á Youtube en tæp átta ár eru frá því að það var sett á vefinn.
Bræðurnir eru orðnir 8 og 11 ára í dag og fóru í viðtal á dögunum á sjónvarpsstöðinni CBBC. Þeim finnst furðulegt að þessi gríðarlegi fjöldi sé búinn að horfa á myndbandið þeirra en taka velgengninni, sem hefur skapað þeim umtalsverðar tekjur, með ró.
Horfðu á viðtalið við bræðurna hér fyrir neðan.
Hér er svo myndbandið sem kom þessu öllu af stað.