Auglýsing

Svona vildi Sigmundur Davíð að Hafnartorg myndi líta út: „Þetta gengur of langt“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór í janúar fram á að útliti húss, sem byggja átti við Hafnartorg við Lækjargötu, yrði breytt. Hann skilaði eigin tillögu að nýbyggingu í 19. aldar stíl sem hefur nú verið hafnað. Þetta kemur fram á Stundinni.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða tillögurnar tvær. Þetta eru annars vegar teikning PK arkitekta sem Sigmundur sagði að yrði „álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð“ og svo hins vegar tillaga Sigmundar Davíðs.

Stundin greinir frá því að hugmynd Sigmundar hafi ekki samræmst deiliskipulagi. Guðni Rafn Eiríksson, einn eigenda Reykjavík Development sem á lóðina, segir á Stundinni að staðið hafi til að skoða hugmyndir úr forsætisráðuneytinu betur en að ekkert hafi heyrst þaðan.

Við vissum aldrei neitt fyrr en við sáum þessar myndir. Við sögðum bara: Þetta gengur of langt.

Hér geturðu skoðað tillögurnar tvær. Færðu stöngina fram og til baka.

Stundin greinir frá því að byggingarleyfi hafi verið veitt fyrir framkvæmdunum og að áætlað sé að þær hefjist síðar í mánuðinum. Verslunarrými Hafnartorgs hefur verið selt til Regins, fasteignafélags.

En stóra spurningin er eftir:


Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing