Auglýsing

Sylvia Rut segir frá vanrækslu á afa hennar: „Getið farið með hann uppá slysó og skilið hann þar eftir“

Facebook færsla Sylviu Rutar Jónasardóttur hefur vakið mikla athygli en í henni segir hún frá slæmri reynslu afa síns, Ragnars Hafliðasonar, af heilbrigðiskerfi Íslands. Endurtekin vanræksla eftir aðgerðir og að Ragnar hafi verið skilinn eftir einn, þrátt fyrir að vera ekki fær um að búa einn er á meðal þess sem Sylvia talar um í færslunni.

Ragnar hefur dvalið á Hrafnistu í 6 vikur en nú á að senda hann heim og blasir við löng bið eftir plássi á elliheimili. Fjölskyldumeðlimum Ragnars var ráðlagt að fara með hann upp á bráðamóttöku og skilja hann þar eftir.

„Eins og staðan er núna þá á að fara með hann uppá slysó í dag kl 11 og sjá hvað hægt er að gera fyrir hann,“ sagði Sylvia Rut í samtali við Fréttablaðið.

„Hann varð svo óheppinn að mjaðmabrotna í janúar sem er ekki frá sögu færandi nema að þegar hann var búinn að fara í aðgerð þar sem hann var pinnaður saman. Þremur dögum eftir aðgerð átti hann að gera allt sjálfur. Allt í lagi með það karlinn auðvitað sjálfstæður var á leiðinni á klósettið og datt aftur og mjaðmabrotnaði hinum megin, en enginn lét börnin hans vita fyrr en mamma mín kom í heimsókn seinna um daginn. Þá segir hann ég þarf að fara aftur í aðgerð og auðvitað vissi hún ekkert hvað hann var að meina og fór að leita svara og fékk þá að vita hvað gerðist. Þetta eitt er vanræksla út af fyrir sig.“ skrifar Sylvia á Facebook.

Í færslunni segir Sylvia einnig frá tíma Ragnars í einangrun eftir að hafa hlotið leguasár. Þá var matur hans skilinn eftir fyrir utan stofuna.

„En ekki er allt búið eftir þetta fékk hann legusár og í það kom sýking og þar af leiðandi var hann settur í einangrun og var þar í rúmar 9 vikur já 9 VIKUR. Einn inná stofu og oft kom fyrir að einhver kom í heimsókn og var þá maturinn hans fyrir utan stofuna því enginn kom með hann inn til hans. Ein en vanrækslan,“ segir Sylvia.

Þetta er afi minn hann var 90 ára í nóvember síðastliðinn. Hann hefur alltaf verið mjög hraustur maður og hætti ekki að…

Posted by Sylvia Rut Jónasdóttir on Þriðjudagur, 4. júní 2019

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing