Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, lést í vikunni.
Í kjölfarið var árslangri þjóðarsorg lýst yfir í landinu og hefur sonur hans, Maha Vojiralongkorn, beðið um eitt ár til að syrgja föður sinn áður en hann tekur við embættinu.
Nútíminn tók saman nokkur atriði sem eru öðruvísi í landinu og verða líklega næsta mánuðinn vegna þjóðarsorgarinnar.
Sjá einnig: Birta engar auglýsingar í Taílandi vegna andláts konungsins, árslangri þjóðarsorg lýst yfir
Fatnaður: Gínurnar klæddar svörtu
Langflestir íbúar landsins klæðast svörtu og selja fataverslanir aðallega svartan fatnað.
Gínur verslana eru jafnvel klæddar í svart og hefur litríkur fatnaður að mestu verið tekinn til hliðar.
Skemmtanalíf: Hlé gert á áfengissölu
Höfuðborgin Bangkok er þekkt fyrir fjörugt næturlíf en nú hafa margir barir og veitingahús hafa gert hlé á áfengissölu.
Ferðamannahverfið á Khaosan-vegi iðar venjulega af lífi og dansar fólk við háværa tónlist fram á rauða nótt á. Nú er skemmtistöðum lokað á miðnætti.
Afþreying: Engir fótboltaleikir í mánuð
Samkvæmt fyrirskipunum ríkisstjórnarinnar eiga sjónvarpsstöðar aðallega að sýna efni sem er tileinkað konungnum og lífi hans þar til annað kemur fram.
Íþróttaviðburðum, þar á meðal fótboltalleikjum, hefur verið aflýst næsta mánuðinn.