Auglýsing

Takmarkinu náð í söfnunni hjá Sævari Poetrix

Nútíminn sagði nýlega frá raunasögu Sævars Kolandavelu sem einnig er þekktur undir listamannsnafni sínu Poetrix. Sævar var að safna fyrir lífsnauðsynlegri aðgerð í Tyrklandi en hann hafði áður komið að lokuðum dyrum á Íslandi og átt í erfiðri baráttu við íslenska heilbrigðiskerfið.

Sævar segir frá því að í nýrri færslu á Facebook að takmarki söfnunarinnar sé nú náð og tekist hafi að safna sjö og hálfri milljón sem þurfti til að greiða fyrir meðferðina í Tyrklandi.

Sævar er að slitna í sundur og líður vítiskvalir

Hann tekur þó fram að þó kostnaðurinn gæti jafnvel farið upp í 10 milljónir en þar sem búið sé að safna fyrir byrjunarkostnaðinum þá dugi laun fjölskyldumeðlima til að dekka aukakostnað sem gæti lagst á meðferðina.

Einnig hjálpi til að búið sé að koma verkefninu Thugmonk betur á laggirnar en í gegnum það hefur safnast fé sem notað hefur verið til að greiða fyrir aðgerðirnar og læknishjálp en einnig er sagt frá framtíðaráætlunum sem tengjast vörumerkinu sem Nútíminn mun segja betur frá síðar.

Nútíminn óskar Sævari góðs gengis í meðferð sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing