Auglýsing

Takumi tengir fyrirtæki saman við vinsæla íslenska Snappara og stjörnur á Instagram

Samfélagsmiðlaþjónustan Takumi hyggst bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi fyrir helstu Snapchat– og Instagram-stjörnur landsins fyrir jól. Þetta staðfestir Guðmundur Eggertsson, einn af stofnendum Takumi, í samtali við Nútímann.

Guðmundur segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri hér á landi. „Ísland er á undan Bretlandi og Þýskalandi þegar kemur að Snapchat,“ segir hann.

Takumi, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, tengir saman áhrifavalda (e. influencers) á samfélagsmiðlum við fyrirtæki og gerir þeim kleift að vinna saman. Hingað til hefur þjónusta Takumi aðeins verið í boði í Bretlandi en fyrirtækið opnaði nýverið fyrir þjónustu sína í Þýskalandi.

Takumi hefur hingað til þjónustað áhrifavalda á Instagram sem eru með þúsund fylgjendur og fleiri. Þetta yrði í fyrsta skipti sem Takumi býður áhrifavöldum á Snapchat að vinna með auglýsendum sínum.

Aronmola er vinsælasti Íslendingurinn á Snapchat í dag en um 35 þúsund manns fylgjast með honum þar.

Í samtali við Nútímann segir hann að fyrirtæki séu mjög áhugasöm um að koma vörum sínum á framfæri í gegnum einstaklinga á Snapchat. Hann segir mikilvægt að þau sem taka að sér að kynna vörur á Snapchat láti komi skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða.

Þá segir hann helsta kostinn við þjónustu Takumi vera að honum sé gert kleift að taka að sér að kynna vörur á eigin forsendum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing