Auglýsing

Talið að 148 hafi látist í flugslysi í frönsku Ölpunum

Talið er að allir um borð í þotu lággjalda­flug­fé­lags­ins Ger­manw­ings hafi látist þegar hún brot­lenti í frönsku Ölp­un­um fyr­ir skömmu. 148 manns voru um borð í vélinni — 142 farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Þetta kom fram í máli Franço­is Hollande, for­seta Frakk­lands, rétt í þessu.

Brak úr vél­inni fannst skammt frá Barcelonette í suður­hluta Alp­anna. Samkvæmt Le Fig­aro er talið að flug­menn Air­bus A320 vél­ar­inn­ar hafi sent út neyðarkall klukk­an 10:47 og að vélin hafi horfið af rat­sjám klukk­an 11:20.

Ger­manw­ings er lággjalda­flug­fé­lag í eigu flugfélagsins Luft­hansa. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá frönsk­um flug­mála­yf­ir­völd­um hvarf vél­in af rat­sjám yfir frönsku Ölp­un­um.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing