Talið er að allir um borð í þotu lággjaldaflugfélagsins Germanwings hafi látist þegar hún brotlenti í frönsku Ölpunum fyrir skömmu. 148 manns voru um borð í vélinni — 142 farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Þetta kom fram í máli François Hollande, forseta Frakklands, rétt í þessu.
Brak úr vélinni fannst skammt frá Barcelonette í suðurhluta Alpanna. Samkvæmt Le Figaro er talið að flugmenn Airbus A320 vélarinnar hafi sent út neyðarkall klukkan 10:47 og að vélin hafi horfið af ratsjám klukkan 11:20.
Germanwings er lággjaldaflugfélag í eigu flugfélagsins Lufthansa. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum flugmálayfirvöldum hvarf vélin af ratsjám yfir frönsku Ölpunum.