Tvennt er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í gær. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra, segir í tilkynningu frá lögreglu.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að talið sé að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Að sögn lögreglu hafa aðstandendur fólksins sem saknað er verið látnir vita.
Vegna bruna í einbúlishúsi á Selfossi
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Miðvikudagur, 31. október 2018