Auglýsing

Talinn meðvitundarlaus en var svo bara útúrdópaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í dag um mann í strætóskýli í miðborg Reykjavíkur en talið var að hann væri meðvitundarlaus. Þegar lögreglumenn komu aðvífandi voru þeir fljótir að sjá að hann var ekki meðvitundarlaus heldur var hann útúrdópaður.

Auk þess var hann eftirlýstur af lögreglunni og má því segja að laganna verðir hafi dottið í „lukkupottinn“ ef svo mætti að orði komast. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar sem tekur til allra mála sem embættið glímir við frá 05:00 í morgun og þar til 17:00 í dag. Hér fyrir neðan má sjá verkefni lögreglunnar skipt upp eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. 135 mál voru skráð í LÖKE-kerfi embættisins.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 103, minniháttar meiðsli, einn handtekinn og vistaður í fangageymslu

Tilkynnt um meðvitundarlausan mann í strætóskýli í hverfi 101, reyndist aðilinn ekki vera meðvitundarlaus en vera undir áhrifum fíkniefna, auk þess var hann eftirlýstur fyrir lögreglu og því handtekinn og vistaður í fangageymslu

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 107, minniháttar meiðsli, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Tilkynnt um þjófnað úr verslun, afgreitt á vettvangi

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108, afgreitt á vettvangi

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 221 við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 210 við athugun kom í ljós að hann var ekki með gild ökuréttindi, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Ökumaður stöðvaður fyrir og hraðan akstur í hverfi 210, 88/50 afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Ökumaður stöðvaður fyrir að tala í farsíma á ferð án handfrjáls búnaðar í hverfi 210, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 111, afgreitt á vettvangi

Tilkynnt um tvö týnd börn í hverfi 203, eftir stutta leit komu þau í leitirnar heil á húfi

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 112, maður dettur úr tröppum og brotnar á ökla, fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku

Tilkynnt um slys, bar hafði sett krónupening upp í sig sem festist svo í hálsi en lokaði ekki öndunarvegi, flutt á bráðamóttöku til frekari aðhlynningar

Ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur í hverfi 110 undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 112 við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing