Rúrik Gíslason var helsta umræðuefnið á Twitter í öðrum leik Íslands á HM í dag. Eins og frægt er orðið sló hann í gegn hjá heimsbyggðinni í þær mínútur sem hann var inni á vellinum í leiknum gegn Argentínu og fylgjendur hans á Instagram hafa mörgþúsund faldast á nokkrum dögum.
Stressið og spennan fyrir leik voru gríðarleg og tíminn var ansi lengi að líða
Þessir 5 tímar fram að leik verða lengur að líða en 14 dagarnir sem ég gekk fram yfir með elsta barnið. #getekkibeðið #Áframísland ??
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) June 22, 2018
Margir veltu fyrir sér hvað Rúrik myndi fá marga fylgjendur í þessum leik enda ný heimsálfa til að sigra
Rúrik fær 300k nýja followers strax á 9undu mín eftir þennan ramma. pic.twitter.com/Bi42tUryQw
— Steindi jR (@SteindiJR) June 22, 2018
Það er allt gert til þess að Rúrik komist yfir milljón fylgjendur í leiknum
AMAZING! Rurik Gislason model & semipro footballer was raised in the countryside, under Eyjafjallajokull Volcano ? Here a rare photo of young Rurik saving a lamb in 2007 eruptions. His family lost their farm but Rurik never gave up and now he’s playing the #WorldCup #NGA #ISL pic.twitter.com/Bn1u1gyUxb
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 22, 2018
Rúriksvaktin var á sínum stað
Í upphafi og lok leiks.. bara svona ef einhver var að velta þessu fyrir sér#ISLNGR #fyrirIsland #HmRuv #isl pic.twitter.com/3f0HjI3pry
— Anna Pála (@baldursdottir_) June 22, 2018
Daninn er alveg með hlutina á hreinu
Horfi á leikinn hjá íslenska sendiráðinu í Danmörku ??. Gríðarleg stemning. Danski lýsandinn talar m.a. um Rúrik og “Instagram profilen”. #fyririsland #worldcup pic.twitter.com/bbOD7xwheF
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 22, 2018
Veðurguðirnir í Rússlandi hafa verið góðir við okkar menn og þeir eru að fá lit
Gaman að sjá þjálfarateymið hægt og rólega verða jafn tanað og Helga Kolviðs… #tangoals #NIGISL #NIGICE #fyririsland #hmruv
— Fanney Birna (@fanneybj) June 22, 2018
Enginn „Nígeríuprins“ fær hjálp frá okkur aftur
Ég er ekki að fara að leggja inná félaga minn þarna í Nígeríu og hjálpa honum að leysa út peninginn sinn ef þetta fer svona!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 22, 2018
Við hefðum átt að nýta okkur þetta betur í leiknum
Rúrik ætti að hlaupa út af vellinum. Nígeríska liðið myndi elta hann.#hmruv #HM2018
— $v1 (@SveinnKjarval) June 22, 2018
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt
ógeðslega ósanngjarnt að fólkið í nígeríu fái bæði gott veður OG vinni leikinn 🙁
— Berglind Festival (@ergblind) June 22, 2018
Fyrsta tap Íslands á HM en við erum samt stolt af strákunum okkar
Það er ekki alltaf hægt að vinna en þið standið ykkur frábærlega og við erum öll að rifna úr stolti.
You win some, you lose some. You make us very proud! #NIGICE #FyrirIsland #WorldCup— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 22, 2018