Auglýsing

Telja að Birnu hafi verið varpað í Vogsós, eigur hennar fundust ekki við leit í dag

Lögreglan tekur líklegast að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós, tæplega sex kílómetrum frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu en engar eigur hennar fundust við leitina.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tvær vikur eru liðnar frá því að Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita.

Leitarsvæðið í dag var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Leitað var eftir að ábending frá almennum borgara barst um helgina.

Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að björgunarsveitarfólk hafi fengið fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.

„Það kom ábending sem styrkti þá trú okkar að fara og leita betur á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar, í viðtali við Stöð 2.

Engar eigur Birnu fundust við leitina í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing